Berserkur


Mánudagur 21. júlí 1997

4.tbl 2.árg.

Ábm: Björn Friðgeir Björnsson


Áfram Ísland!

Berserkur skrapp á landsleik í gær, í fyrsta skipti í langan tíma. Og var bara nokkuð ánægður. Langminnugir lesendur muna eftir pistli fyrr í sumar um íslenska landsliðið, og þó að Berserkur standi við hann, þá er nú kominn þjálfari sem virðist geta náð því besta út úr hópnum. Sérstaka ánægju Berserks vakti útafskipting Rúnars Kristinssonar, og er vonandi að þessi takmarkaði leikmaður takmarki sig við 60 landsleiki. Hins vegar var aldursforsetinn einn besti maður liðsins, og á eflaust eftir góða leiki fyrir Ísland, sér í lagi ef hann verður látinn spila fyrir aftan tvo framherja. Svo er að vona að Einar og Þórður leyfi sér að taka menn meira á en þeir gerðu í gær, þeir geta það auðveldlega. Sum sé gott mál, nema fyrir þá sem halda að Ísland geti leyft sér að vona að spila einhvurn tótal fótbolta með óhemju leiknum varnarmönnum, létt spilandi miðju o.s.frv. Þeim væri hollara að vakna til raunveruleikans

Lygnt siglir fleyið mitt

Ef fer sem horfir, lítur allt út fyrir að Víkingar verði á rólegri siglingu um miðja deild, nokkuð sem hefur varla gerst síðan '84, eða svo. Síðan þá hefur þetta verið eilíft stress, ýmist í toppbaráttu [Hér má láta hugann líða aftur í Garðinn] eða, oftar, í botnstressi. Berserkur verður að lýsa því yfir að þetta er bara ágætis tilbreyting fyrir áhorfendur, en leikmenn mega ekki missa einbeitinguna. Hér í kvöld verða beittustu áhangendur í anfyrstu deildinni, og það væri eigi ógaman að þagga aðeins niður í þeim, og hefna ófaranna fyrr í sumar. Þróttarar stefna hraðbyri upp, og náttúrulega ekkert nema slæmt um það að segja, enda Berserkur yfirlýstur andstæðingur annarra Reykjavíkur-liða [Fara á völlinn og styðja KR?? Gegn Búkarest?? Þú er að grínast, Arnar Björnsson!] Berserkur tekur ekki þátt í svona kjaftæði um að þjóðin/borgin o.s.frv. eigi að standa saman að baki öllum félagsliðum gegn útlendingum/utanbæjarpakki o.s.frv. Áfram KeflVíkingarJ

Valsari laumaði í kerskni að Berserki, að Valur og Víkingur ættu að sameinast og Vef/Þjóð/viljinn var með svipað sameiningarröfl. Þá mundi Berserkur ekki fara á knattspyrnuleik félagsliða á Íslandi það sem eftir lifði æfi. Nema Manchester United kæmi í heimsókn, nú jæja eða lið með einhverja frábæra einstaklinga.

Berserkur kemur næst út gegn KA 22. ágúst, vegna sumarleyfis YfirBerserks.

Víkingskveðjur,

YfirBerserkur