Berserkur


Sunnudagur 29. júní 1997

3.tbl 2.árg.

Ábm: Björn Friðgeir Björnsson


Slóvenía. Eða hvað?

Afsökun: Sökum heimsku hvarf frábær rannsóknarblaðamennskugrein Berserks á netinu milli þiljs og veggjar. Nema hvað. Kíkið á síðuna við fyrsta tækifæri. Í stuttu máli þá finnst hvergi að Kolar Borut hafi nokkurn tímann spilað í efstu deild Austurríkis, hvort sem er með Sturm Graz, eða Grazer. Nýjustu athuganir sýna að téð lið Dravograd féll í þriðju deild í Slóveníu 1993 og hefur ekki þaðan komið. Berserkur hefur ekki fengið frekari upplýsingar um hvaða liðum öðrum Borut hefur leikið með.

Ekki þar fyrir að rétt sé að gefa Kolar alla möguleika á að sanna sig. Það er þjálfara að velja í lið, og þangað kemst hann ekki nema hann eigi erindi. En þetta vekur nokkrar spurningar. Er það metnaður, metnaðarleysi eða örvænting að taka nær óþekktan útlending, án reynslu í efri deildum? Verður stjórn knattspyrnudeildar óhrædd við að sparka honum ef hann veldur ekki dæminu? Er önnfyrsta deildin á Íslandi nokkuð betri en svo, að hvaða neðri deildar spilari sem er, utan úr minni löndum Evrópu, á góða möguleika í henni?

Af þessum er kannske sú síðast einföldust svörunar. Já.

Annars er bara sól í hjarta Víkinga þessa dagana. Sigrar og læti. Að vísu hefðum við átt að vinna Skallagrím sem heldur áfram að vera ógeðslega heppinn í framlengingu. Megi hann vera það áfram í næstu umferð. Berserkur sendir góða strauma upp í Borgarnes. <þegið þið þarna litlausir í horninu>

Nú í kvöld er svo yfirmáta mikilvægur leikur. Það er ekki oft sem Víkingar geta haft áhrif á hagtölur, en við hljótum að óska þess að úrslitin í kvöld verði þannig að möguleikar aukist á atvinnuleysi Atla Eðvaldssonar. Fylki var spáð þriðja sæti í deildinni, en hefur gengið afspyrnuilla. Hins vegar er alltaf möguleiki á að þeir rétti við sér. En ef Víkingar spila eins og í undanförnum leikjum (þ.e.a.s. eftir ÍR leikinn) þá hef ég ekki stórar áhyggjur. Leikurinn verður að vinnast og baráttan verður í samræmi við það.

Úr því að líkur eru á að einhverjir Fylkismenn séu að lesa þetta, þá segi ég bara að lokum: "Einar Þorvarðarson hvað? Við önsumussumussummekki".

Víkingskveðjur,

YfirBerserkur