Sunnudagur 4. september 1994

Ábm: Björn Friðgeir Björnsson

Toppbaráttan

Nú eru þrír leikir eftir í annarri deild og Víkingur er í bullandi séns að komast upp. Ef allir þrír vinnast þá mun Víkingur leika í fyrstu deild að ári. Ef leikur tapast þá má að mestu leyti afskrifa þann möguleika. Það er því undir Víkingum komið hvert hlutskipti okkar verður á næsta ári. En leikmennirnir á vellinum eru ekki þeir einu sem verða að standa sig. Til að árangur náist þá er verða stuðningsmennirnir að sýna sitt. Í undanförnum leikjum hefur Víkingskórinn verið að sýna sitt og það verður að halda áfram.

Víkingar gera sér þó grein fyrir að ef við förum upp þá mun róðurinn á næsta ári verða erfiðari en nokkru fyrr. Í dag bendir margt til að báðir nýliðarnir í fyrstu deild snúi beina leið til baka. Ljóst er að þrátt fyrir að undanfarið hafi gangið mjög vel hjá Víkingum þá er bilið breitt milli deilda og sterkt lið þarf til að halda sér uppi.

Á hinn bóginn er það ekki heimsendir þó að við þurfum að þrauka annað ár í neðri deildum en meira má það ekki vera!

Lesendur Berserks eru vonandi einnig búnir að fá leikskrá Víkings fyrir sumarið 1994 í hendur. Leikskráin hefur oft verið seint á ferð, en það verður að teljast met að koma henni út í september! Beðist er velvirðingar á töfinni og ef einhver vill kvarta þá skal bent á að staða ritstjóra leikskrár er að öllum líkindum laus fyrir næsta sumarJ Fyrir hina þá er bent á að núverandi ritstjórar leikskrár taka við hamingjuóskum í leikhléi! Rétt er að þakka Borgarprenti fyrir frábærlega unnið verk, glæsilega uppsetningu og þolinmæði í garð ritstjóra og því að koma henni út fyrir leikinn í dag.


Formannspistill: Á blaðsíðu 683 í símaskránni undir Neskaupstaður eru gefin upp 4 símanúmer: 97-71398 (Íþróttafélagið Þróttur), 71181 (Íþróttahús), 71968 og 71768 (Knattspyrnudeild Þróttar). Næst þegar þið ætlið að fá úrslit úr bráðspennandi leik Þróttar Nes. og Víkings sem ræður því hvort Víkingur verður áfram í toppbaráttunni, varist þá uppgefin símanúmer! Það ærir óstöðugan þegar hringir út í hverju þessara númera. Það svarar þó alltaf einhver í 813245 í Víkinni þótt að sjaldnast náist í þann sem beðið er um. JAS


Næstu leikir

Fylkir (Ú) 11. september kl 14

ÍR (H) 18. september kl. 14